Knattspyrnumaðurinn ástralski Hassan Jalloh hefur yfirgefið HK, en hann hefur verið hjá félaginu undanfarin tvö tímabil.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, staðfesti tíðindin í Innkastinu á Fótbolta.net. Jalloh lék 24 leiki með HK í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.
Hann hjálpaði HK að komast upp í efstu deild tímabilið 2022, þar sem hann lék mjög vel, og átti sinn þátt í að HK hélt sæti sínu í deild þeirra bestu í ár.