Skrifar undir hjá Fjölni

Dagur Austmann Hilmarsson hefur skrifað undir hjá Fjölni.
Dagur Austmann Hilmarsson hefur skrifað undir hjá Fjölni. Ljósmynd/Fjölnir

Íslenski knattspyrnumaðurinn Dagur Austmann Hilmarsson hefur skrifað undir hjá Fjölni og mun leika með félaginu næstu árin.

Dagur kemur til Fjölnis frá Grindavík þar sem hann rifti samningi sínum eftir síðasta tímabil en hann á yfir 50 leiki að baki í efstu deild hér á landi. Hann hefur leikið með Leikni, Þrótti Reykjavík, Aftureldingu og ÍBV.

Auk þess spilaði Dagur með yngri liðum FC Kaupmannahöfn líkt og tvíburabróðir hans, Máni Austmann, sem er einmitt leikmaður Fjölnis og því munu bræðurnir báðir spila með liðinu á komandi tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert