Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, setti inn áhugaverða færslu á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, í gærkvöldi.
Breiðablik tekur á móti Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í síðasta heimaleik sínum í B-riðli Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn kemur á Laugardalsvelli.
Það er nóg að gera hjá vallarstarfsmönnum Laugardalsvallar þessa dagana að halda vellinum góðum fyrir leikinn á fimmtudaginn en starfsmenn hafa notast við hitapulsu á vellinum til þess að reyna halda honum í sem besta ásigkomulagi fyrir fimmtudaginn.
„Það er spáð frosti á þriðjudaginn og næstu dagar verða því mikil áskorun,“ skrifaði Kristinn á X.
Breiðablik er án stiga í neðsta sæti riðilsins eftir fjórar umferðir en liðið mætir svo Zoryu Luhansk í lokaleik sínum í riðlinum í Lublin í Póllandi þann 14. desember.
Last couple of days. 5 days until @BreidablikFC play in the @UEFAConfLeague. Frost coming in on Tuesday and last days will be challenging 🥶🙏🏼 @footballiceland @SSStadia #groundsman pic.twitter.com/UIaAeIgNmn
— Kristinn V. Jóhannsson (@kristinn_v) November 26, 2023