Hættur í Vesturbænum

Ole Martin Nesselquist og Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í sumar …
Ole Martin Nesselquist og Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í sumar en þeir eru báðir horfnir á brat úr Vesturbænum. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Ole Martin Nesselquist hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Ole Martin, sem er þrítugur, var ráðinn aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR fyrir síðasta keppnistímabil.

Í tilkynningu KR-inga kemur meðal annars fram að Ole Martin hafi óskað eftir því að láta af störfum til þess að taka við ónefndu félagi í heimalandi sínu Noregi.

KR þakkar Ole Martin fyrir frábært starf í þágu félagsins og óskar honum um leið velfarnaðar í nýju starfi,“ segir meðal annars í tilkynningu Vesturbæinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert