Vignir Snær Stefánsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu.
Vignir Snær er 27 ára gamall og var aðstoðarþjálfari kvennaliðs KR á síðasta tímabili. Árið á undan var hann aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu og hafði sömuleiðis þjálfað yngri flokka Gróttu/KR.
Þar á undan þjálfaði Vignir Snær í yngri flokkum Víkings Ó./Reynis H. og Snæfellsnes, þar sem hann er uppalinn.
Á leikmannaferlinum lék Vignir Snær með Víkingi úr Ólafsvík og Þór frá Akureyri.
Í tilkynningu frá Stjörnunni segir að hann sé með BS-gráðu í næringarfræði, MS-gráðu í íþrótta- og heilsufræði ásamt því að vera með jógakennararéttindi. Næstkomandi sumar mun Vignir Snær ljúka UEFA A-gráðu.