UEFA færir Evrópuleik Breiðabliks

Leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv fer fram á Kópavogsvelli …
Leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv fer fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í B-riðli Sambandsdeildar karla í knattspyrnu sem fram fer á fimmudaginn kemur hefur verið færður yfir á Kópavogsvöll.

Þetta tilkynnti UEFA á heimasíðu sinni í kvöld en til stóð að leikurinn myndi fara fram á Laugardalsvelli klukkan 20.

Þá hefur leiktíma leiksins einnig verið breytt en hann mun fara fram klukkan 13.00 að íslenskum tíma.

Í tilkynningu UEFA kemur fram að leikurinn hafi verið færður vegna vallaraðstæðna á Laugardalsvelli.

Um er að ræða síðasta heimaleik Breiðabliks í keppninni í ár en lokaleikur liðsins fer fram þann 14. desember gegn Zoryu Luhansk í Póllandi.

Blikar eru í neðsta sæti riðilsins án stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert