Knattspyrnumarkvörðurinn Daði Freyr Arnarsson hefur framlengt samning sinn við FH til næstu tveggja ára.
Daði Freyr, sem er 25 ára gamall, skrifaði undir nýjan samning sem gildir út keppnistímabilið 2025.
Markvörðurinn hefur einnig leikið með uppeldisfélagi sínu Vestra, Kórdrengjum og Þór á Akureyri á ferlinum en alls á hann að baki 23 leiki í efstu deild.
Hann lék sjö leiki FH í Bestu deildinni á síðustu leiktíð þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti deildarinnar.