Allir klárir í slaginn fyrir síðasta heimaleik ársins

Höskuldur Gunnlaugsson og Halldór Árnason á fréttamannafundinum í dag.
Höskuldur Gunnlaugsson og Halldór Árnason á fréttamannafundinum í dag. mbl.is/Gunnar Egill

Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, segir alla leikmenn liðsins vera klára í slaginn fyrir leikinn gegn Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu á morgun.

„Staðan er góð. Ég held að það séu allir klárir nema Patrik [Johannesen]. Menn hafa æft vel og eru í fínu standi.

Þeir hafa haldið leikæfingunni við með þessum leikjum í Bose-mótinu. Hópurinn er í fínu standi,“ sagði Halldór á fréttamannafundi á Kópavogsvelli í dag.

Breiðablik tekur á móti Maccabi í 5. umferð B-riðils keppninnar á Kópavogsvelli klukkan 13 á morgun. Er um síðasta heimaleik Blika á árinu að ræða og þann fyrsta í riðlakeppninni sem fer fram á raunverulegum heimavelli liðsins í Kópavogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert