Sigurmark Sigdísar gegn Svíum

Íslensku stúlkurnar fagna marki Sigdísar Evu Bárðardóttur gegn Svíum í …
Íslensku stúlkurnar fagna marki Sigdísar Evu Bárðardóttur gegn Svíum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska U20 ára landslið kvenna í knattspyrnu sigraði U18 ára landslið Svía, 1:0, í vináttuleik sem fram fór í knattspyrnuhúsinu Miðgarði í Garðabæ í dag.

Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði sigurmarkið á 54. mínútu með skoti af markteigshorninu hægra megin eftir að Vigdís Lilja Kristjánsdóttir stakk sér inn í vítateiginn vinstra megin og renndi boltanum fyrir markið.

Leikurinn var liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitaleik gegn Austurríki á Spáni á mánudaginn kemur um sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts U20 ára landsliða.

Svíar komu hingað með U18 ára lið sitt og leika aftur gegn Íslandi í Miðgarði klukkan 12 á föstudag en þá mæta sænsku stúlkurnar íslenskum jafnöldrum sínum í U18.

Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir með boltann í leiknum við Svía í …
Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir með boltann í leiknum við Svía í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert