Blikar klaufar í síðasta heimaleiknum

Gísli Eyj­ólfs­son skoraði mark Breiðabliks þegar liðið tók á móti Macca­bi Tel Aviv frá Ísra­el í B-riðli Sam­bands­deild­ar karla í knatt­spyrnu í síðasta heima­leik liðsins í riðlakeppn­inni á Kópa­vogs­velli í dag.

Leikn­um lauk með sigri Macca­bi Tel Aviv, 2:1, en Gísli skoraði jöfn­un­ar­mark Blika á 60. mín­útu.

Breiðablik er áfram án stiga í neðsta sæti riðils­ins en Macca­bi Tel Aviv er í efsta sæt­inu með 12 stig, tveim­ur stig­um meira en Gent sem mæt­ir Zor­ya Luhansk í Belg­íu i kvöld. Macca­bi tryggði sér end­an­lega sæti í út­slátt­ar­keppn­inni með sigr­in­um í dag.

Blikar byrjuðu leik­inn bet­ur og Vikt­or Karl Ein­ars­son komst í ágæt­is skot­færi í víta­teig Macca­bi Tel Aviv á 2. mín­útu en hann hitti bolt­ann illa og hann fór fram­hjá mark­inu.

Sjö mín­út­um síðar átti Gísli Eyj­ólfs­son frá­bær­an sprett upp vinstri kant­inn og hann lagði bolt­ann svo út á Krist­inn Stein­dórs­son sem var nán­ast einn fyr­ir opnu marki en skot hans fór fram­hjá.

Vand­ræðagang­ur í vörn Blika

Gísli Eyj­ólfs­son fór illa með varn­ar­menn Macca­bi Tel Aviv á 14. mín­útu og kom sér í gott skot­færi, rétt utan teigs, en hann hitti bolt­ann skelfi­lega og skotið fór fram­hjá.

Dan Bit­on kom svo Macca­bi Tel Aviv yfir á 35. mín­útu eft­ir mik­inn vand­ræðagang í vörn Breiðabliks.

Ant­on Logi Lúðvíks­son tapaði bolt­an­um á slæm­um stað en Vikt­or Örn Mar­geirs­son vann bolt­ann aft­ur áður en hann tapaði hon­um svo. Bolt­inn datt svo fyr­ir fæt­ur Bit­on sem lét vaða á markið, rétt utan teigs.

Bolt­inn fór beint á markið en sól­in virt­ist blinda Ant­on Ara Ein­ars­son í mark­inu og bolt­inn söng í net­inu.

Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik eft­ir mark ísra­elska liðsins og Macca­bi Tel Aviv leiddi því með einu marki gegn engu í hálfleik.

Síðari hálfleik­ur hófst með lát­um

Síðari hálfleik­ur­inn fór fjör­lega af stað og strax á 56. mín­útu fengu Ísra­el­arn­ir horn­spyrnu. Bolt­inn fór yfir all­an pakk­ann og beint fyr­ir fæt­ur Dor Per­etz sem stýrði hon­um í markið.

Markið var hins veg­ar dæmt af eft­ir að VAR-at­hug­un þar sem bolt­inn fór í hönd­ina á Per­etz í aðdrag­anda marks­ins.

Fjór­um mín­út­um síðar dró til tíðinda þegar Gísli Eyj­ólfs­son reyndi að fara í þrí­hyrn­ings­spil við Krist­inn Stein­dórs­son í víta­teig Macca­bi Tel Aviv.

Bolt­inn barst aft­ur til Gísla, sem gerði mjög vel í að halda hlaup­inu áfram inn í teig­inn, og hann plataði Or­lando Mosqu­era í marki Ísra­el­anna upp úr skón­um, áður en hann lagði bolt­ann í tómt markið og staðan orðin 1:1.

Blikar voru mun aðgangs­h­arðari eft­ir þetta og Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son og Ja­son Daði Svanþórs­son áttu báðir hörku­skot að marki Macca­bi Tel Aviv sem fóru bæði rétt yfir markið.

Sig­ur­mark á 82. mín­útu

Eran Za­havi kom Macca­bi Tel Aviv svo yfir á nýj­an leik á 82. mín­útu þegar bolt­inn barst til hans, fyr­ir utan víta­teig Blika. Hann lét vaða á markið og bolt­inn fór yfir Ant­on Ara sem hefði mögu­lega átt að geta bet­ur í mark­inu og staðan orðin 2:1.

Bæði lið fengu færi til þess að bæta við mörk­um á loka­mín­út­um leiks­ins en inn vildi bolt­inn ekki og loka­töl­ur því 2:1, Macca­bi Tel Aviv, í vil.

Breiðablik 1:2 Macca­bi Tel Aviv opna loka
skorar Gísli Eyjólfsson (60. mín.)
Mörk
skorar Dan Biton (35. mín.)
skorar Eran Zahavi (82. mín.)
fær gult spjald Gísli Eyjólfsson (39. mín.)
fær rautt spjald Gísli Eyjólfsson (90. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Dan Biton (37. mín.)
fær gult spjald Derrick Luckassen (78. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leik lokið með 2:1-sigri Maccabi Tel Aviv.
90 Breiðablik fær hornspyrnu
+5.
90 Derrick Luckassen (Maccabi Tel Aviv) á skot framhjá
+5 - Skot frá miðju sem fer rétt framhjá.
90 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fær rautt spjald
+4 - Gísli fær sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot.
90 Damir Muminovic (Breiðablik) á skot framhjá
+2 - Boltinn dettur fyrir Damir í teignum og hann á þrumuskot sem fer rétt framhjá.
90 Breiðablik fær hornspyrnu
+1.
90 Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
+1 - DAUÐAFÆRI! Boltinn dettur fyrir Kristófer Inga sem er einn í teignum en Mosquera ver frá honum.
90
+4 mínútur í uppbótartíma.
89 Dor Turgeman (Maccabi Tel Aviv) á skot sem er varið
Turgeman með hörkuskot, utarlega í teignum, en Anton Ari ver þetta.
88 Maccabi Tel Aviv fær hornspyrnu
88 Felício Milson (Maccabi Tel Aviv) fer af velli
87 Sheran Yeini (Maccabi Tel Aviv) kemur inn á
87 Yonatan Cohen (Maccabi Tel Aviv) á skot framhjá
Cohen þrumar boltanum framhjá, utarlega í teignum.
86 Maccabi Tel Aviv fær hornspyrnu
86 Maccabi Tel Aviv fær hornspyrnu
Blikar hreinsa.
85 Dor Turgeman (Maccabi Tel Aviv) á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI! Turgerman fær frítt skot í teignum eftir laglega sókn Ísraelanna en Anton Ari gerir virkilega vel og nær að verja frá honum!
82 MARK! Eran Zahavi (Maccabi Tel Aviv) skorar
1:2 - Ísraelarnir skora! Zahavi fær boltann rétt utan teigs og hann lætur bara vaða á markið. Boltinn fer yfir Anton Ara og syngur í netinu. Klárlega gegn gangi leiksins og spurning hvort Anton Ari hefði átt að geta betur þarna.
78 Derrick Luckassen (Maccabi Tel Aviv) fær gult spjald
Keyrir inn í Jason Daða.
73 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skot framhjá
FÆRI! Jason Daði fer mjög illa með varnarmenn Maccabi Tel Aviv, kemur sér inn í teiginn, og á hörkuskot sem fer rétt yfir markið! Blikar líklegri þessa stundina.
71 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
Höskuldur með flottan sprett upp hægra megin. Hann keyrir inn á völlinn og á svo skot með vinstri fæti, við vítateigslínuna, en boltinn rétt yfir markið.
70
FÆRI! Frábært þríhyrningsspil hjá Ágústi Eðvald og Jasoni en sendingin fyrir markið hjá Jasoni er aðeins fyrir aftan Ágúst Eðvald og Ísraelarnir komast inn í þetta!
68 Dor Turgeman (Maccabi Tel Aviv) kemur inn á
68 Dan Biton (Maccabi Tel Aviv) fer af velli
66
Markið hefur aðeins kveikt í Blikum sem virka mun ferskari núna.
61 Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) kemur inn á
61 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fer af velli
61 Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) kemur inn á
61 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
60 MARK! Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) skorar
1:1 - BLIKAR SKORA! Flott sókn Blika og boltinn dettur einhvern vegin fyrir Gísla sem gerir vel í að halda hlaupinu áfram inn í teiginn. Hann tekur svo létta gabbreyfingu, Mosquera leggst í grasið, og Gísli setur boltann í autt markið! Virkilega vel gert hjá Gísla!
59 Breiðablik fær hornspyrnu
Þetta endar fyrir aftan endamörk.
59
VÁ! Jason Daði við það að sleppa í gegn en Luckassen bjargar í horn á síðustu stundu!
57 Derrick Luckassen (Maccabi Tel Aviv) á skalla sem fer framhjá
Laflaus skalli sem fer framhjá.
57 Maccabi Tel Aviv fær hornspyrnu
56 Breiðablik (Breiðablik) VAR
Blikar stálheppnir! Dor Peretz kemur boltanum í netið eftir hornspyrnuna en hann fer af höndinni á honum og eftir að VAR-myndbandsdómgæslan hafði skoðað atvikið var ákveðið að dæma markið af.
55 Maccabi Tel Aviv fær hornspyrnu
55
Ísraelarnir við það að sleppa í gegn en Anton Logi bjargar þessu á síðustu stundu.
54 Maccabi Tel Aviv fær hornspyrnu
Blikar hreinsa.
50 Breiðablik fær hornspyrnu
Blikar hreinsa.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Síðari hálfleikurinn er kominn af stað og það eru Ísraelarnir sem byrja með boltann.
45 Hálfleikur
Hálfleikur á Kópavogsvelli. Maccabi Tel Aviv leiðir með einu marki gegn einu en Blikarnir hafa fengið nokkur mjög góð tækifæri og geta sjálfum sér um kennt að vera ekki búnir að skora.
45
+4 mínútur í uppbótartíma.
43 Eran Zahavi (Maccabi Tel Aviv) á skot sem er varið
Zahavi með skot utan teigs en núna sér Anton Ari boltann ágætlega og hann grípur þetta.
42 Maccabi Tel Aviv fær hornspyrnu
Tekin stutt og þetta rennur út í sandinn.
41
Blikar vilja vítaspyrnu en Luka Bilbija lætur sér fátt um finnast.
39 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot.
37 Dan Biton (Maccabi Tel Aviv) fær gult spjald
Fær réttilega gult spjald fyrir fagnaðarlætin og það ætlar allt að sjóða upp úr hérna.
36
Dan Biton fagnar með því að hlaupa að varamannabekk Maccabi Tel Aviv þar sem hann sækir ísraelska fánann og hann lyftir honum svo upp í átt að stúkunni!
35 MARK! Dan Biton (Maccabi Tel Aviv) skorar
0:1 - Ísraelarnir skora og markið kemur upp úr engu! Anton Logi tapar boltanum á hættulegum stað, Viktor Örn vinnur hann og tapar honum svo aftur. Boltinn dettur svo fyrir Dan Biton sem á skot, fyrir utan teig, sem fer beint á markið en Anton Ari virðist ekki sjá boltann og hann fer í netið!
31 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Viktor Karl með skot utan teigs en það er engin sannfæring í þessu og þetta er æfingabolti fyrir Mosquera.
26
Kristinn Steindórsson með stórhættulega fyrirgjöf frá hægri en það er enginn mættur til þess að taka við boltanum á nærstönginni og þetta endar í höndunum á Mosquera.
23
FÆRI! Ísraelarnir við það að sleppa í gegn en Damir bjargar þessu á síðustu stundu!
19 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
VÁ! Höskuldur reynir skot beint úr hornspyrnunni en Orlando Mosquera ver þetta.
19 Breiðablik fær hornspyrnu
17 Breiðablik fær hornspyrnu
Maccabi Tel Aviv hreinsar.
15 Maccabi Tel Aviv fær hornspyrnu
Blikar hreinsa.
14 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Gísli fer illa með varnarmenn Maccabi Tel Aviv og á ágætis skot, rétt utan teigs, en hann nær engum krafti í það og boltinn lekur framhjá.
9 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
DAUÐAFÆRI! Gísli með frábæran sprett og leggur boltann út í teiginn á Kristinn sem er nánast fyrir opnu marki en hann nær ekki að stýra þessu í markið!
5 Maccabi Tel Aviv fær hornspyrnu
Blikar skalla frá.
2 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot framhjá
FÆRI! Viktor Karl með ágætis skot úr teignum en hann þarf að teygja sig í boltann sem fer framhjá markinu.
1 Leikur hafinn
Þetta er komið af stað og það eru Blikar sem byrja með boltann.
0
Gent er efst í riðlinum með 10 stig, Maccabi er í öðru sæti með 9 stig, Zorya Luhansk er með 4 stig og Breiðablik ekkert. Maccabi nægir eitt stig í dag til að gulltryggja sér sæti í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar. Gent og Zorya mætast í Belgíu síðar í dag.
0
Komið þið sæl og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í 5. umferð B-riðils Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Andri Rafn Yeoman (Kristófer Ingi Kristinsson 61). Miðja: Viktor Karl Einarsson, Anton Logi Lúðvíksson, Gísli Eyjólfsson. Sókn: Jason Daði Svanþórsson, Kristinn Steindórsson (Ágúst Eðvald Hlynsson 61), Davíð Ingvarsson.
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Hilmar Þór Helgason (M), Oliver Sigurjónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Alexander Helgi Sigurðarson, Dagur Örn Fjeldsted, Eyþór Aron Wöhler, Atli Þór Gunnarsson, Ágúst Eðvald Hlynsson, Kristófer Ingi Kristinsson, Ásgeir Helgi Orrason, Oliver Stefánsson.

Maccabi Tel Aviv: (4-3-3) Mark: Orlando Mosquera. Vörn: Avishay Cohen, Derrick Luckassen, Enric Saborit, Roy Revivo. Miðja: Gabi Kanichowsky, Joris van Overeem, Dor Peretz. Sókn: Dan Biton (Dor Turgeman 68), Eran Zahavi, Felício Milson (Sheran Yeini 87).
Varamenn: Daniel Tenenbaum (M), Dor Turgeman, Yonatan Cohen, Sheran Yeini, Eyal Golasa, Ido Shahar, Ofir Davidzada, Saied Abu Farchi, Nir Bitton, Kiko Bondoso, Osher Davida, Yvann Macon.

Skot: Breiðablik 10 (3) - Maccabi Tel Aviv 8 (5)
Horn: Breiðablik 6 - Maccabi Tel Aviv 9.

Lýsandi: Bjarni Helgason
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 629

Leikur hefst
30. nóv. 2023 12:00

Aðstæður:
0° stiga hita, logn og sól. Flottar aðstæður til knattspyrnuiðkunar.

Dómari: Luka Bilbija, Bosníu
Aðstoðardómarar: Damir Lazić og Amer Macić, Bosníu

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka