Knattspyrnumaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu hefur framlengt samning sinn við Njarðvík.
Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni en Kaj Leo, sem er 32 ára gamall, gekk til liðs við Njarðvíkinga um mitt síðasta sumar eftir nokkra mánuði í herbúðum Leiknis úr Reykjavík.
Hann lék 9 leiki með Njarðvík í 1. deildinni síðasta sumar og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í deildinni en Njarðvík endaði í tíunda og þriðja neðsta sætinu með 23 stig.
Hann hefur einnig leikið með FH, ÍBV, Val og ÍA hér á landi og á að baki 120 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 12 mörk. Þá á hann að baki 26 A-landsleiki fyrir Færeyjar.