Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Wales sem hefst í Cardiff klukkan 19.15 og er í næstsíðustu umferð A-deildar Þjóðadeildarinnar.
Hann teflir fram sömu ellefu leikmönnum og hófu leikinn gegn Þýskalandi á Laugardalsvellinum fyrir rúmum mánuði síðan.
Liðið er þannig skipað:
Mark: Telma Ívarsdóttir.
Vörn: Guðrún Arnardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Miðja: Hildur Antonsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir
Sókn: Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Sandra María Jessen.