„Hann hefur aldrei séð fótboltalandsleik“

Þorsteinn Halldórsson og íslanska liðið slapp frá falli niður í …
Þorsteinn Halldórsson og íslanska liðið slapp frá falli niður í B-deild í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins skaut á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, eftir 2:1-sigur Íslands gegn Wales í 3. riðli Þjóðadeild­ar­inn­ar í Car­diff í gærkvöld.

Þar sem íslensku landsliðskonurnar unnu leikinn í gær eru þær komnar í umspil um að halda sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Leikurinn fer fram í febrúar sem getur því ekki farið fram á grasinu á Laugardalsvelli og ekki er vitað hvar hann mun fara fram. 

„Það væri gaman að spyrja íþróttamálaráðherra að því en nei, hann hefur aldrei horft á  fótboltalandsleik.

Hann talar bara um einhverja þjóðarhöll en aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu sinni og aldrei mætt á landsleik þannig ég veit ekki hvernig við ættum að ná í hann,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV eftir leikinn í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert