Liðstyrkur í Hafnarfjörðinn

Snædís María Jörundsdóttir í leik með U20-ára landsliði Íslands á …
Snædís María Jörundsdóttir í leik með U20-ára landsliði Íslands á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan Snædís María Jörundsdóttir er gengin til liðs við FH í Hafnarfirði.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær en Snædís María, sem er 19 ára gömul, kemur til FH frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni.

Hún lék með FH á láni frá Stjörnunni seinni hluta síðasta tímabils þar sem hún skoraði þrjú mörk í 6 leikjum með liðinu í Bestu deildinni.

Alls á hún að baki 55 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað sjö mörk og þá á hún að baki 28 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hún hefur skorað 18 mörk.

FH hafnaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar síðasta haust eftir að hafa verið nýliði í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert