Framlengdi við uppeldisfélagið

Tumi Þorvarsson heldur kyrru fyrir í Kópavoginum.
Tumi Þorvarsson heldur kyrru fyrir í Kópavoginum. Ljósmynd/HK

Tumi Þorvarsson, ungur og efnilegur leikmaður HK í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélagið. Nýi samningurinn er til næstu tveggja ára, út tímabilið 2025.

Tumi er 18 ára gamall sóknarmaður sem lék sína fyrstu deildarleiki fyrir meistaraflokk HK á liðnu tímabili, alls fimm leiki í Bestu deildinni.

Einnig hefur hann leikið tvo bikarleiki: einn í ár og einn á síðasta tímabili.

Auk þess lék Tumi sem lánsmaður hjá Haukum í 2. deild í sumar og skoraði þar tvö mörk í 11 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert