Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur tvo vináttulandsleiki í janúar, utan hefðbundinna leikdaga Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, en báðir leikirnir fara fram í Bandaríkjunum.
Þetta tilkynnti Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, á heimasíðu sinni í dag en Ísland mætir Gvatemala þann 13. janúar og Hondúras þann 17. janúar.
Báðir leikirnir fram á DRV Pink Stadium í Fort Lauderdale í Flórída, heimavelli Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni.