Ósk um heimaleik erlendis

Laugardalsvöllur snævi þakinn í lok nóvember.
Laugardalsvöllur snævi þakinn í lok nóvember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnusamband Íslands hefur óskað eftir því við UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, að heimaleikur Íslands í umspilinu um sæti í A-deild undankeppni EM kvenna 2025, sem fram á að fara í lok febrúar, verði leikinn erlendis.

Samt sem áður er sá möguleiki fyrir hendi að leikurinn verði leikinn hér á landi. Mögulegt væri að fá undanþágu fyrir íslenskan gervigrasvöll, þá væntanlega helst Kópavogsvöll, en útilokað er að spila á Laugardalsvellinum á þessum árstíma þar sem engar hitalagnir eru undir grasinu.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, fékk á dögunum umboð frá stjórn KSÍ til að ræða við UEFA um að heimaleikurinn fari fram erlendis.

„Ég hef þegar óskað eftir því við UEFA að þessi leikur fari fram erlendis, og óskaði eftir fundi, sem vonandi verður haldinn á Teams síðar í vikunni, þar sem við komumst að því hvort það verði heimilað,“ sagði Klara við Morgunblaðið í gær.

Gætum sótt um undanþágu

„Ef UEFA neitar okkur um að leika erlendis verðum við að gera íslenskan völl eins spilhæfan og hægt er. Samkvæmt kröfum UEFA þarf þessi leikur að fara fram á velli sem uppfyllir svokallað „Stadium Category 2“ en þar er lágmarkskrafa 800 lúx lýsing og aðstaða fyrir 1.500 áhorfendur. Íslenskir vellir uppfylla ekki kröfur um lýsingu en Kópavogsvöllur er skráður fyrir 1.709 áhorfendur. Við gætum mögulega sótt um undanþágu en leikurinn þyrfti alltaf að fara fram í dagsbirtu vegna skorts á lýsingu.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert