Mál Alberts á borð héraðssaksóknara

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/@GenoaCFC

Mál knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar er komið á borð embættis héraðssaksóknara.

Þetta upplýsti Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við RÚV en hún vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið.

Al­bert, sem er 26 ára gam­all, var kærður fyr­ir kyn­ferðis­brot þann 22. ág­úst og hefur því ekki mátt leika með íslenska karlalandsliðinu síðan þá.

Hann er samningsbundinn Genoa í ítölsku A-deildinni þar sem hann hefur leikið frábærlega á tímabilinu og skorað fimm mörk í 12 leikjum í ítölsku A-deildinni.

Embætti héraðssaksóknara mun svo taka ákvörðun um það hvort Al­bert verði ákærður eða málið látið niður falla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka