Ræða við Hareide um framlengingu

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Á fundi stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, í gær var samþykkt að veita Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni sambandsins, umboð til þess að ræða við Åge Hareide, þjálfara karlalandsliðsins um möguleikann á að framlengja samning hans.

Fótbolti.net greinir frá.

Hareide tók við liðinu í apríl síðastliðnum og skrifaði þá undir samning sem gildir út umspilið, sem fer fram í mars næstkomandi, um laust sæti á EM 2024 næsta sumar.

Komist Ísland á lokamótið framlengist samningurinn sjálfkrafa fram yfir EM í Þýskalandi.

Vöndu verður nú falið að hefja viðræður um mögulega endurnýjun á samningnum við Norðmanninn reynslumikla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert