Knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Aron Antonsson, ungur varnarmaður Vals, meiddist alvarlega á ökkla í leik með liðinu á dögunum.
Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val, greindi frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Þorsteinn Aron, sem er 19 ára gamall, hafi slitið innra og ytra liðband í ökkla í leik með Val í Bose-mótinu.
Það þýði að Þorsteinn Aron, sem gekk til liðs við Val frá Fulham fyrir tæpum mánuði, verði frá í sex til sjö mánuði.
Fótbolti.net ræddi við miðvörðinn unga og kvaðst hann sjálfur bjartsýnni en Viktor Unnar og vonist til þess að snúa aftur eftir fjóra mánuði.