Kjartan Henry aðstoðar Heimi

Kjartan Henry Finnbogason lék vel fyrir FH á síðasta tímabili.
Kjartan Henry Finnbogason lék vel fyrir FH á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs FH, þar sem hann lék á síðasta tímabili.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Kjartan Henry, sem er 37 ára gamall, gekk til liðs við FH fyrir síðasta tímabil og skoraði 11 mörk í 24 leikjum í Bestu deildinni.

Ekki er vitað að svo stöddu hvort hann muni vera spilandi aðstoðarþjálfari eða einbeita sér alfarið að þjálfun, en leikmannasamningur Kjartans Henrys við FH er runninn út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert