Landsliðskonan Sandra María Jessen hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnufélagið Þór/KA.
Sandra, sem er fyrirliði Akureyringa, hefur leikið undanfarin tvö tímabil með Þór/KA eftir að hún sneri heim frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Sandra hefur allan sinn feril á Íslandi leikið á Akureyri.
Þá á hún 38 landsleiki að baki þar sem hún hefur skorað sex mörk. Sandra var eftirsótt í sumar en kýs að halda áfram á Akureyri.
Sandra á að baki 214 meistaraflokksleiki með Þór/KA og skoraði í þeim 119 mörk.
Þá hafa þrír aðrir leikmenn Þórs/KA skrifað undir nýjan samning við félagið, þær Agnes Birta Stefánsdóttir, Angela Mary Helgadóttir og Iðunn Rán Gunnarsdóttir.
Agnes Birta framlengir veru sína á Akureyri um eitt ár en samningur hennar hefði runnið út um áramótin. Hún var í lykilhlutverki í liði Þórs/KA á síðasta tímabili og lék 20 leiki í Bestu deildinni.
Angela Mary skrifar undir tveggja ára samning við Þór/KA en hún er fædd árið 2006. Hún kom við sögu í sex leikjum liðsins á síðasta tímabili en meiðsli settu strik í reikning hennar.
Iðunn Rán, sem er fædd árið 2005, skrifar undir nýjan tveggja ára samning við Þór/KA.Hún á 46 leiki í meistaraflokki að baka, þar á meðal 27 í efstu deild.