Knattspyrnukonan Marín Rún Guðmundsdóttir er gengin til liðs við Keflavík á nýjan leik eftir eins árs fjarveru hjá nágrönnunum í Njarðvík.
Njarðvík spilaði aðeins einn leik í sumar í bikarkeppninni en liðið var ekki skráð í Íslandsmótið.
Marín, sem er 26 ára gömul, á að baki 127 leiki á ferlinum þar sem hún hefur skorað 28 mörk.