Verður áfram í Breiðholtinu

Sindri Björnsson í leik með Leikni gegn Þór á Akureyri …
Sindri Björnsson í leik með Leikni gegn Þór á Akureyri síðastliðið sumar. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Knattspyrnumaðurinn Sindri Björnsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Leikni úr Reykjavík. Gildir samningurinn út tímabilið 2025.

Fótbolti.net greinir frá.

Sindri er 28 ára gamall og hefur auk Leiknis leikið með Val, ÍBV og Grindavík.

Hann lék 21 leik fyrir Leikni í 1. deild á síðasta tímabili og skoraði í þeim tvö mörk.

Alls á Sindri að baki 184 leiki í efstu tveimur deildum Íslands og hefur skorað í þeim 19 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert