Åge Hareide þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur valið 23 leikmenn fyrir vináttulandsleikina gegn Gvatemala og Hondúras sem fara fram í Fort Lauderdale á Flórída í janúar.
Gylfi Þór Sigurðsson er í hópnum, einn fjögurra leikmanna danska liðsins Lyngby, og á meðal fimm nýliða er hinn 19 ára gamli markvörður Lúkas Petersson frá Hoffenheim í Þýskalandi, sonur handboltahetjunnar Alexanders Peterssonar.
Þar eru einnig miðjumennirnir ungu Anton Logi Lúðvíksson úr Breiðabliki og Eggert Aron Guðmundsson úr Stjörnunni og Hlynur Freyr Karlsson sem er nýfarinn frá Val til Haugesund í Noregi en þeir eru nýliðar eins og Lúkas og Brynjólfur Darri Willumsson, leikmaður Kristiansund í Noregi.
Leikirnir fara fram utan landsleikjaglugga FIFA og því komast þeir sem spila með evrópskum liðum á vetrartímabili ekki í þá, að leikmönnum danskra liða undanskildum. Allir nema tveir í íslenska hópnum leika með liðum á Norðurlöndunum.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
5/0 Hákon Rafn Valdimarsson, Elfsborg
3/0 Patrik Sigurður Gunnarsson, Viking Stavanger
0/0 Lúkas Blöndal Petersson, Hoffenheim
Varnarmenn:
46/3 Sverrir Ingi Ingason, Midtjylland
14/2 Brynjar Ingi Bjarnason, HamKam
13/0 Daníel Leó Grétarsson, SönderjyskE
8/0 Valgeir Lunddal Friðriksson, Häcken
7/0 Kolbeinn Birgir Finnsson, Lyngby
4/0 Dagur Dan Þórhallsson, Orlando City
2/0 Logi Tómasson, Strömsgodset
0/0 Hlynur Freyr Karlsson, Haugesund
Miðjumenn:
80/27 Gylfi Þór Sigurðsson, Lyngby
53/5 Arnór Ingvi Traustason, Norrköping
18/1 Stefán Teitur Þórðarson, Silkeborg
9/0 Andri Fannar Baldursson, Elfsborg
1/0 Kolbeinn Þórðarson, Gautaborg
0/0 Anton Logi Lúðvíksson, Breiðabliki
0/0 Eggert Aron Guðmundsson, Stjörnunni
Sóknarmenn:
18/5 Andri Lucas Guðjohnsen, Lyngby
5/0 Sævar Atli Magnússon, Lyngby
4/0 Kristall Máni Ingason, SönderjyskE
4/0 Ísak Snær Þorvaldsson, Rosenborg
0/0 Brynjólfur Darri Willumsson, Kristiansund