Heimir róaði mig niður

„Planið var að vera lengur úti en ég viðbeinsbrotnaði í lokaleik tímabilsins og varð svo samningslaus,“ sagði knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson í Dagmálum.

Birkir Már, sem er 39 ára gamall, er að flytja til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni síðar í þessum mánuði en samningur hans við uppeldisfélag sitt Val rann út í október og er óvíst hvar hann spilar á næstu leiktíð.

Átti engan annan kost

Birkir Már lék 103 A-landsleiki fyrir Ísland en hann var í lykilhlutverki hjá landsliðinu sem fór á tvö stórmót: EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi.

„Það voru einhver lið sem höfðu áhuga á mér en þau vildu ekki taka mig eftir að ég meiddist,“ sagði Birkir Már.

„Ég átti í raun engan annan kost en að koma heim og ég var búinn að ræða það við Heimi Hallgrímsson, hvort það yrði í lagi að ég myndi spila heima í aðdraganda HM.

Hann fullvissaði mig um það að ef ég myndi halda áfram að spila eins og ég hefði verið að gera þá þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af sætinu í landsliðinu. Þetta voru mjög stressandi tímar, að eiga það á hættu að missa af HM, en Heimir róaði mig niður,“ sagði Birkir Már meðal annars.

Viðtalið við Birki Má í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Birkir Már Sævarsson og og Heimir Hallgrímsson á heimsmeistaramótinu í …
Birkir Már Sævarsson og og Heimir Hallgrímsson á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert