Ragnar Sigurðsson til HK

Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs HK fyrir næsta tímabil.

Ragnar, sem er 37 ára gamall, var aðstoðarþjálfari Fram á síðasta tímabili og tók síðan við stjórn liðsins þegar Jóni Þóri Sveinssyni var sagt upp í lok júlí.

Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil, lék á EM 2016 og HM 2018, og spilaði sem atvinnumaður í Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi, Englandi og Úkraínu en hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa lokið ferlinum með uppeldisfélaginu Fylki haustið 2021.

Ragnar mun því starfa við hlið Ómars Inga Guðmundssonar sem tók við liði HK í maí 2022, stýrði því upp í Bestu deildina og hélt því þar með því að ná níunda sæti á síðasta tímabili, sem er jöfnun á besta árangri félagsins frá upphafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka