„Hvernig hefði þetta Víkingslið átt að stöðva Arnar?“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings í fótbolta, vísaði að hluta til í sjálfan sig í gær þegar hann sagði að Víkingar væru líklega komnir með sterkasta 20 manna hóp Íslandssögunnar.

„Nú er maður nýbúinn að horfa á Skagaþættina í sjónvarpinu og öll þessi frábæru lið,“ sagði Arnar við undirritaðan í viðtali sem birtist á mbl.is í gær en kvaðst efast um, eftir að hafa fengið þrjá nýja leikmenn til Víkings, að nokkurt lið á Íslandi hefði verið með jafnsterkan 20 manna hóp og þeir hafa nú á að skipa.

Þegar góður maður á ritstjórn Morgunblaðsins las þessi ummæli varð honum að orði: „Hvernig hefði þetta Víkingslið átt að stöðva Arnar árið 1995?“

Arnar skoraði einmitt 15 mörk í aðeins sjö leikjum í ótrúlegri endurkomu heim á Akranes umrætt sumar og tók þátt í algjörum yfirburðasigri Skagamanna á Íslandsmótinu.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka