Tómas til AZ Alkmaar

Tómas Johannessen fagnar marki í leik með Gróttu gegn Fjölni …
Tómas Johannessen fagnar marki í leik með Gróttu gegn Fjölni í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tómas Johannessen, ungur og efnilegur knattspyrnumaður, hefur verið seldur frá uppeldisfélaginu Gróttu til hollenska félagsins AZ Alkmaar.

Skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið.

Tómas er aðeins 16 ára gamall en var þrátt fyrir það í lykilhlutverki hjá Gróttu í ár þar sem hann lék 18 deildarleiki og skoraði fimm mörk í 1. deild. Áður hafði hann leikið fimm leiki með liðinu í deildinni sumarið 2022.

Einnig lék Tómas þrjá bikarleiki í ár og skoraði eitt mark.

Paul Brandenburg, yfirþjálfari hjá akademíu AZ, er spenntur fyrir komu sóknartengiliðsins efnilega.

„Tómas er framsækinn, tæknilega góður og skapandi miðjumaður. Með þessa eiginleika að vopni getur hann lagt sitt af mörkum fyrir AZ í framtíðinni,” sagði Brandenburg á heimasíðu AZ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka