Gerði tveggja ára samning í Noregi

Ásdís Karen Halldórsdóttir er orðin leikmaður Lillestrøm.
Ásdís Karen Halldórsdóttir er orðin leikmaður Lillestrøm. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði í dag tveggja ára samning við norska félagið Lillestrøm. Hún kemur til þess frá Íslandsmeisturum Vals.

Ásdís hefur verið í stóru hlutverki hjá Val sem er Íslandsmeistari síðustu þriggja ára. Ásdís, sem fagnar 24 ára afmælinu sínu í dag, hefur skorað 30 mörk í 139 leikjum í efstu deild með Val og KR.

Hún skoraði sex mörk í 22 leikjum á síðustu leiktíð og átti sinn þátt í að Valur varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð, en hún hefur verið í stóru hlutverki í liðinu öll árin.

Ásdís hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið á undanförnum árum og er með einn skráðan A-landsleik á KSÍ, en hann var með B-landsliðinu í vináttuleik gegn Eistlandi á síðasta ári.

Lillestrøm hafnaði í þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, fjórum stigum á eftir Noregsmeisturum Vålerenga.

Ásdís er þriðji leikmaðurinn sem yfirgefur Val á undanförnum vikum og fer í erlent félag. Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir sömdu við Växjö á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka