Landsliðskona til Noregsmeistaranna

Sædís Rún Heiðarsdóttir eftir leik með íslenska landsliðinu.
Sædís Rún Heiðarsdóttir eftir leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sædís Rún Heiðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin í raðir Noregsmeistara Vålerenga frá Stjörnunni. Skrifaði hún undir þriggja ára samning, sem gildir út tímabilið 2026.

Samningurinn tekur gildi þann 1. janúar.

Sædís Rún er 19 ára gömul, uppalin hjá Víkingi í Ólafsvík, og vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í vinstri bakverði hjá Stjörnunni í ár, þar sem hún hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður undanfarin þrjú tímabil.

Fyrir vikið var Sædísi Rún launað með vali í íslenska A-landsliðið í haust, þar sem hún festi sig í sessi í vinstri bakvarðarstöðunni og hefur nú leikið fimm landsleiki.

„Ég er virkilega ánægð með að hafa skrifað undir. Ég hef heyrt mjög jákvæða hluti um félagið og kann vel við þá hugmyndafræði sem liðið styðst við þegar kemur að spilamennsku,“ sagði Sædís Rún í samtali við heimasíðu Vålerenga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka