Markvörður í Úlfarsárdalinn

Lili Berg leikur með Fram á komandi tímabili.
Lili Berg leikur með Fram á komandi tímabili. Ljósmynd/Fram

Knattspyrnudeild Fram hefur komist að samkomulagi við bandaríska markvörðinn Lili Berg um að leika með kvennaliðinu á komandi tímabili.

Fram leikur í 1. deild á næsta tímabili eftir að hafa sem nýliði haldið sæti sínu í deildinni með sannfærandi hætti í ár.

Berg er 22 ára gömul og hefur undanfarin ár leikið með háskólaliði Bowling Green í Ohio-ríki í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Þar hefur hún verið fyrirliði og hlotið fjölda viðurkenninga að því er greint er frá í tilkynningu frá knattspyrnudeild Fram.

„Lili er mikill íþróttamaður, sterkur karakter og leiðtogi og við hlökkum virkilega mikið til að fá hana til liðs við félagið,“ sagði meðal annars í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka