Tæplega sjö mánaða Íslandsmót 2024

Víkingar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Val í lokaumferðinni 2023. …
Víkingar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Val í lokaumferðinni 2023. Þeir byrja á heimavelli gegn Stjörnunni 2024. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslandsmót karla í fótbolta mun standa yfir í tæplega sjö mánuði á næsta ári samkvæmd drögum að Bestu deild karla 2024 sem KSÍ hefur gefið út.

Á þessu ári hófst Besta deild karla 10. apríl og lauk 8. október. Á næsta ári verður byrjað fjórum dögum fyrr og endað 18 dögum síðar og mótið verður því heilum þremur vikum lengra.

Íslands- og bikarmeistarar Víkings taka á móti Stjörnunni í upphafsleik deildarinnar laugardaginn 6. apríl. Nýliðar Vestra leika sinn fyrsta leik í efstu deild degi síðar þegar þeir sækja Framara heim í Úlfarsárdalinn.

Leikir fyrstu umferðar eru þessir:

6.4. Víkingur R. - Stjarnan
7.4. Fram - Vestri
7.4. KA - HK
7.4. Valur - ÍA
7.4. Fylkir - KR
8.4. Breiðablik - FH

Lokaumferðin í hefðbundinni deildakeppni er leikin sunnudaginn 15. desember. Þá tekur við keppni í efri og neðri hluta, þar sem sex efstu lið og sex neðstu mætast innbyrðis í einfaldri umferð.

Leikdagar þar samkvæmt drögunum eru 22. september, 29. september, 6. október, 19. október og 26. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka