Ætlaði að spila með karlaliði United

„Ég var með mjög stóra drauma á þessum tíma en ég vissi í raun ekkert hvernig þeir litu út því það var ekki mikið um það kvennamegin að konur væru að fara út í atvinnumennsku,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Margrét Lára Viðarsdóttir í Dagmálum.

Margrét Lára, sem er 37 ára gömul, lagði knattspyrnuskóna á hilluna árið 2019 eftir afar farsælan feril en hún er af mörgum talin besta knattspyrnukona sem Ísland hefur átt.

Landsleikir kvenna ekki sýndir

Margrét Lára lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki ÍBV árið 2000, þá nýorðin 14 ára gömul, en hún byrjaði fljótt að skara fram úr.

„Landsleikir kvenna voru ekki sýndir í sjónvarpi og það voru engir netmiðlar þar sem maður gat séð tilþrif eða mörk úr leikjum,“ sagði Margrét Lára.

„Markmiðið mitt var alltaf, áður en ég komst til vits, að spila með karlaliði Manchester United en svo áttaði ég mig á því að það væri ekki hægt þannig að ég fór að horfa til Svíþjóðar og Þýskalands meðal annars,“ sagði Margrét Lára meðal annars.

Viðtalið við Margréti Láru í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert