Arna valin íþróttamaður Vals

Arna Sif Ásgrímsdóttir í leik með Val í sumar.
Arna Sif Ásgrímsdóttir í leik með Val í sumar. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Arna Sif Ásgrímsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var um áramótin útnefnd íþróttamaður Vals fyrir árið 2023.

Niðurstaðan var kynnt á Hlíðarenda í hádeginu á gamlársdag.

Arna Sif, sem er 31 árs gömul, var í lykilhlutverki hjá Íslandsmeistaraliði Vals á árinu 2023 en hún hefur orðið meistari með því undanfarin tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert