„Þetta er fyrst og fremst leiðindamál“

„Ef hann yrði kosinn íþróttamaður ársins en yrði svo dæmdur í sínu máli þá kæmi það illa út,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson.

Albert, sem er 26 ára gamall, var kærður fyrir kynferðisbrot í ágúst 2023 og kom þar af leiðandi ekki til greina í kjöri á leikmanni ársins hjá Knattspyrnusambandi Íslands líkt og 433.is greindi fyrst frá en það var þó hægt að kjósa Albert í kjörinu á íþróttamanni ársins.

Frábær leikmaður

„Hann er frábær leikmaður sem við gætum klárlega notað í landsliðinu og hann væri pottþétt á lista ef þetta mál væri ekki í gangi,“ sagði Aron Elvar.

„Hann hefur spilað frábærlega á Ítalíu þannig að þetta er fyrst og fremst leiðindamál,“ sagði Aron Elvar meðal annars.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála má nálgast í heild sinni með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/@GenoaCFC
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert