Hættir með kvennaliðið til að aðstoða Ryder

Pálmi Rafn Pálmason er orðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs KR.
Pálmi Rafn Pálmason er orðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs KR. Ljósmynd/KR

Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason er hættur þjálfun kvennaliðs KR og þess í stað tekinn við starfi aðstoðarþjálfara karlaliðsins. 

KR tilkynnti á heimasíðu sinni í dag. Englendingurinn Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR á síðasta ári og verður Pálmi honum til halds og trausts.

Pálmi þekkir afar vel til hjá KR því hann lék með liðinu frá 2015 til 2022, var íþróttastjóri félagsins og þjálfaði svo kvennaliðið.

KR mun tilkynna ráðningu nýs þjálfara fyrir kvennaliðið á morgun.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert