Daníel Hafsteinsson fór mikinn fyrir KA þegar liðið tók á móti nágrönnum sínum í Dalvík/Reyni í 4. riðli deildabikars karla í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í kvöld.
Leiknum lauk með sigri KA, 3:1, en Daníel skoraði tvívegis fyrir Akureyringa í leiknum.
Daníel kom KA yfir á 35. mínútu en KA-maðurinn Áki Sölvason jafnaði metin fyrir Dalvík/Reyni undir lok fyrri hálfleiks.
Daníel var aftur á ferðinni á 73. mínútu áður en Dalvíkingurinn Sveinn Margeir Hauksson innsiglaði sigur KA með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Rúnar Helgi Björnsson, leikmaður Dalvíkur/Reynis, gerðist brotlegur og uppskar hann rauða spjaldið fyrir vikið.
KA er þá með þrjú stig eftir tvo leiki en liðið tapaði fyrir Aftureldingu í fyrsta leik sínum. Dalvík/Reynir, sem er nýliði í 1. deild eftir að hafa komist upp um tvær deildir á tveimur árum, lék sinn fyrsta leik í keppninni í kvöld.
Leikur ÍA og Aftureldingar í sama riðli stendur yfir í Akraneshöllinni.