Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, gaf ekki á kost sér í komandi verkefni íslenska landsliðsins í knattspyrnu.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari greindi frá því á fréttamannafundi í dag að Agla María hafi ekki gefið kost á sér af persónulegum ástæðum.
Ísland heimsækir Serbíu föstudaginn 23. febrúar en seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli þann 27. febrúar. Sigurvegari viðureignarinnar heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar en tapliðið fellur niður í B-deild.