Agla María gaf ekki kost á sér

Agla María Albertsdóttir á landsliðsæfingu.
Agla María Albertsdóttir á landsliðsæfingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, gaf ekki á kost sér í komandi verkefni íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari greindi frá því á fréttamannafundi í dag að Agla María hafi ekki gefið kost á sér af persónulegum ástæðum.

Ísland heim­sæk­ir Serbíu föstu­dag­inn 23. fe­brú­ar en seinni leik­ur­inn fer fram á Kópa­vogs­velli þann 27. fe­brú­ar. Sig­ur­veg­ari viður­eign­ar­inn­ar held­ur sæti sínu í A-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar en tapliðið fell­ur niður í B-deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka