Auðvitað söknuðum við Sveindísar

Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir það vitanlega kærkomið að endurheimta Sveindísi Jane Jónsdóttur í hópinn fyrir mikilvægt verkefni gegn Serbíu síðar í mánuðinum.

Sveindís meiddist illa síðastliðið haust og gat af þeim sökum ekkert tekið þátt með íslenska liðinu í A-deild Þjóðadeildar UEFA í haust og vetur.

Hún er komin aftur á gott ról með félagsliði sínu Wolfsburg og ætti því að vera í toppformi þegar Ísland mætir Serbíu heima og að heima í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í lok mánaðr.

„Sveindís er lykil leikmaður hjá okkur og hefur verið það í landsliðinu í nokkuð mörg ár. Það skiptir okkur máli.

Hún hefur góð áhrif á sóknarleikinn hjá okkur og hefur verið að gera vel. Auðvitað söknuðum við hennar að einhverju leyti í haust.

Vonandi kemur innkoma hennar okkur að góðum notum núna á móti Serbum,“ sagði Þorsteinn á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert