Meistararnir fóru illa með Keflavík

Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði tvö í dag
Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði tvö í dag mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísabella Sara Tryggvadóttir fór mikinn fyrir Íslandsmeistara Vals þegar liðið hafði betur gegn Keflavík í 1. riðli deildabikars kvenna í knattspyrnu á Hlíðarenda í dag.

Leiknum lauk með öruggum sigri Vals, 4:0, en Ísabella Sara skoraði tvívegis í leiknum, strax á 3. mínútu og svo aftur fimm mínútum síðar.

Fanndís Friðriksdóttir skoraði þriðja mark Vals í upphafi síðari hálfleiks og Amanda Andradóttir bætti við fjórða markinu á 55. mínútu og þar við sat.

Valur er með 3 stig í efsta sætinu en Keflavík er án stiga. Breiðablik, Fylkir, Selfoss og Tindastóll leika einnig í sama riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert