Spái ekki í hvar leikurinn fer fram

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er bara lending og ákvörðun sem var tekin. Við þurftum að fá undanþágu til að fá að spila á Kópavogsvelli, það var ekkert sjálfgefið,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, á fréttamannafundi í dag.

Ísland á fyrir höndum tvo leiki gegn Serbíu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn fer fram ytra og sá síðari á Kópavogsvelli þar sem Laugardalsvöllur er ónothæfur yfir vetrarmánuðina.

Á fundinum í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag var Þorsteinn spurður hvað honum þætti um þá ákvörðun að spila á Kópavogsvelli.

„Persónulega er ég að hugsa um þessa leiki og er raunverulega ekkert að spá meira í hvað ef, hefði og allt þetta. Nú einbeitum við okkur að þessum tveimur leikjum.

Hingað til hefur mér allavega liðið vel á Kópavogsvelli og vona að mér líði áfram vel þar,“ svaraði landsliðsþjálfarinn, sem þjálfaði kvennalið Breiðabliks um árabil með góðum árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert