Sveindís Jane snýr aftur í landsliðið

Sveindís Jane Jónsdóttir er mætt aftur.
Sveindís Jane Jónsdóttir er mætt aftur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þor­steinn Hall­dórs­son landsliðsþjálf­ari kvenna í knatt­spyrnu til­kynnti í dag 23 manna hóp fyr­ir leik­ina gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildar UEFA sem fram fara síðar í þessum mánuði.

Ísland heimsækir Serbíu föstudaginn 23. febrúar en seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli þann 27. febrúar. Sigurvegari viðureignarinnar heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar en tapliðið fellur niður í B-deild. 

Þorsteinn gerir tvær breytingar á landsliðshópi sínum en þær Sveindís Jane Jónsdóttir, sem hefur verið fjarverandi vegna meðisla, og Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, koma inn fyrir Guðnýju Geirsdóttur, markvörð ÍBV, og Öglu María Albertsdóttur sem leikur með Breiðabliki

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Telma Ívarsdóttir, Breiðabliki - 8/0
Fanney Inga Birkisdóttir, Valur - 1/0
Aldís Guðlaugsdóttir, FH

Varnarmenn:
Glódís Perla Viggósdóttir, Bayern München - 120/10
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir, Duisburg - 57/​0
Guðrún Arn­ar­dótt­ir, Rosengård - 33/​1
Guðný Árna­dótt­ir, AC Mil­an - 25/​0
Arna Sif Ásgríms­dótt­ir, Val - 19/​1
Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir, Bröndby - 10/​1
Sæ­dís Rún Heiðars­dótt­ir, Vålerenga - 5/​0

Miðjumenn:
Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir, Fior­ent­ina - 39/​4
Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir, Le­verku­sen - 35/​9
Selma Sól Magnús­dótt­ir, Nürnberg - 34/​4
Am­anda Jac­ob­sen Andra­dótt­ir, Val - 17/​2
Hild­ur Ant­ons­dótt­ir, Fort­una Sitt­ard - 10/​1
Berg­lind Rós Ágústs­dótt­ir, Val - 9/​1
Lára Krist­ín Peder­sen, Fortuna Sittard - 3/​0

Sóknarmenn:
Sveindís Jane Jónsdóttir, Wolfsburg - 32/8
Sandra María Jessen, Þór/​KA - 38/​6
Hlín Ei­ríks­dótt­ir, Kristianstad - 32/​4
Diljá Ýr Zomers, OH Leu­ven - 10/​1
Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir, Breiðabliki, - 4/​2
Bryn­dís Arna Ní­els­dótt­ir, Växjö - 3/​0



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert