Keflavík tók á móti Vestra í fyrstu umferð A-deildar í riðli númer 1 í deildabikar karla í fótbolta. Leikurinn var spilaður í Skessunni, knatthúsi FH, og endaði hann með jafntefli, 2:2.
Stefan Alexendar Ljubicic kom Keflavík yfir á 22. mínútu og var hann aftur að verki á 69. mínútu þegar hann tvöfaldaði forystu sinna manna.
Liðsmenn Vestra lögðu ekki árar í bát og náðu að jafna með tveimur mörkum undir lok leiksins.
Pétur Bjarnason minnkaði muninn á 78. mínútu áður en Benedikt V. Warén jafnaði leikinn á 82. mínútu.
Eftir leikinn sitja liðin í 2. og 3. sæti riðilsins með 1 stig hvort en Grindavík er á toppnum með 3 stig. Breiðablik, FH og Grótta eru einnig í þessum sama riðli í deildabikarnum.