Gífurlegt áfall fyrir Íslandsmeistarana

Arna Sif Ásgrímsdóttir sleit krossband í hné.
Arna Sif Ásgrímsdóttir sleit krossband í hné. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Arna Sif Ásgrímsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og lykilmaður Íslandsmeistara Vals, meiddist alvarlega á hné í leik með síðarnefnda liðinu í vikunni og verður lengi frá.

Arna Sif sleit krossband og reif liðþófa í hné í 5:1-sigri Vals á Fylki í deildabikarnum á miðvikudagskvöld og verður því að öllum líkindum ekkert með á komandi tímabili.

Staðfesti hún tíðindin í samtali við Vísi.

„Þetta er ótrúlega mikið högg. Maður er búinn að gráta mikið í dag og er mjög brotin.

Ég ætla að gefa mér tíma fram yfir helgi til að vera brotin og gráta mikið, og svo þarf bara að tækla þetta verkefni,” sagði Arna Sif.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert