Bráðefnileg til Íslandsmeistaranna

Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir er komin í Val.
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir er komin í Val. Ljósmynd/Valur

Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, 16 ára framherji úr Haukum, er gengin til liðs við Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu.

Á síðasta tímabili skoraði Ragnheiður 13 mörk í 17 leikjum fyrir Hauka í 2. deild kvenna, þó hún væri þá aðeins fimmtán ára, og var fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar.

Þá hefur hún leikið 21 landsleik fyrir 17 ára og yngri og skorað í þeim fjögur mörk, eitt þeirra í sigurleik Íslands gegn Írlandi í undankeppni EM í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka