Nítján ára munur á markaskorurum KR

Theódór Elmar Bjarnason skoraði fyrir KR í kvöld.
Theódór Elmar Bjarnason skoraði fyrir KR í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

KR-ingar unnu í kvöld sinn þriðja sigur í jafnmörgum leikjum í deildabikar karla í fótbolta þegar þeir sigruðu Njarðvíkinga, 3:1, í A-deild keppninnar á gervigrasvelli sínum í Vesturbænum.

Færeyingurinn Martin Klein Joensen kom Njarðvík yfir snemma leiks en Aron Sigurðarson og fyrirliðinn Theódór Elmar Bjarnason svöruðu fyrir KR í fyrri hálfleiknum.

Hrafn Guðmundsson, 17 ára piltur sem kom til KR frá Aftureldingu í vetur, innsiglaði svo sigurinn með þriðja markinu undir lok leiksins. Hann er nítján árum yngri en Theódór Elmar.

KR er með níu stig eftir þrjá leiki og Þórsarar eru í öðru sæti með sex stig eftir tvo leiki. Njarðvíkingar eru með eitt stig eftir þrjá leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert