„Stjórnarmenn og starfsmenn til margra ára hrökkluðust í burtu“

Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal.
Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margrét Elíasdóttir, fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu KSÍ, birti áhugaverða færslu á Facebook-síðu sinni í gær.

Margrét starfaði lengi á skrifstofu Knattspyrnusambandsins en sagði upp störfum árið 2021 þegar sambandið var meðal annars sakað um þöggun og meðvirkni með meintum gerendum innan sambandsins.

Í færslu sem Margrét birti á Facebook-síðu sinni deilir hún pistli sem Drífa Snædal skrifaði og birti á Vísi.is en fyrirsögn pistilsins er „KSÍ og kynferðisofbeldi“.

Skipuðu úttektarnefnd að beiðni KSÍ

Í tilefni formannskosningar KSÍ n.k. laugardag er gott að rifja upp hvernig f.v. formaður KSÍ Guðni Bergsson sem nú er í framboði tók á málum sem gerðu það að verkum að bæði stjórnarmenn og starfsmenn til margra ára hrökkluðust í burtu,“ skrifaði Margrét á Facebook-síðu sína.

Í september árið 2021 skipaði ÍSÍ úttektarnefnd, að beiðni KSÍ, til þess að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengdust leikmönnum í landsliðum Íslands.

Vildi ekki taka forræði af meintum þolanda

Skýrsla úttektarnefndarinnar var birt í desember sama ár en í henni kom meðal annars fram að Margrét hefði tilkynnt Guðna Bergssyni, sem þá var formaður, um meint kynferðisbrot tveggja landsliðsmanna í garð tengdadóttur sinnar.

Guðni hafði áður sagt í Kastljósviðtali að ekkert formlegt mál, sem snéri að leikmönnum landsliðsins, væri á borði KSÍ en Guðni bar það fyrir sig að hann hafi ekki viljað taka forræði af meintum þolanda í sínu máli.

Athygli vekur að Borghildur Sigurðardóttir, fráfarandi varaformaður KSÍ, hefur „líkað“ við færslu Margrétar, sem og landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi Ásthildur Helgadóttir.

Margrét Elíasdóttir tekur við viðurkenningu fyrir hönd sonar síns Martins …
Margrét Elíasdóttir tekur við viðurkenningu fyrir hönd sonar síns Martins Hermannssonar á kjörinu um íþróttamann ársins árið 2019. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka