„Frá árinu 2007 hefur formaður KSÍ verið í fullu starfi,“ sagði Vignir Már Þormóðsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.
Vignir Már, sem er 56 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Guðna Bergssyni og Þorvaldi Örlygssyni.
Vignir Már vill breyta starfi formanns KSÍ en hann sat í stjórn sambandsins frá 2009 til ársins 2017.
„Á næstu árum vil ég breyta starfinu í þá átt að formaður stjórnar KSÍ gefi lykilstarfsfólki KSÍ meira frjálsræði til að reka sambandið,“ sagði Vignir.
„Það hefur mér stundum fundist vanta því formaðurinn hefur verið of mikið með puttana í daglegum rekstri sambandsins,“ sagði Vignir meðal annars.
Viðtalið við Vigni Má í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.