Nikolaj Hansen bjargaði stigi fyrir Víking úr Reykjavík er liðið heimsótti ÍA í deildabikarnum í Akraneshöllinni í kvöld.
Viktor Jónsson kom Skagamönnum yfir á 66. mínútu en Hansen jafnaði metin fyrir Víking á þeirri 90., 1:1.
ÍA er í toppsætinu í riðli 4 í A-deild deildabikarsins með sjö stig. KA er með jafnmörg í öðru en verri markatölu. Þá er Víkingur í þriðja sæti með sex stig. Eitt lið kemst áfram úr riðlinum í undanúrslit keppninnar.